Leita í þessu bloggi

föstudagur, maí 31, 2013

sjáumst á snæfellsnesi, djúpuvík, akureyri, seyðisfirði og neskaupsstað!!!

Hæ, það eru svo sannarlega ekki allir á facebook, en það eiga samt allir að sjá hvenær Berglind og Heiða eru að spila í sveitarfélagi ekki svo langt frá sér. Við sleppum reyndar alveg suðurlandi og vestfjörðum, enda höfum við bara viku. Niðurstaðan var: 5 tónleikar á 7 dögum, ekkert stress og gaman í bland við spilerí. Hefðum auðveldlega getað bætt svona 4 giggum við, en þá hefði þetta orðið erfiðara. Eigum bara vestfirði og suðurland eftir síðar. svo eru nokkrir búnir að tala um að við séum að skilja höfuðborgarsvæðið útundan með þessu móti, þannig að það mætti alveg skoða eina tónleika einhvers staðar á stór-reykjavíkursvæðinu þegar ferðinni líkur. En annars góða helgi og við sjáumst á snæfellsnesi, djúpuvík, akureyri, seyðisfirði og neskaupsstað!!!

3 ummæli:

Lissy sagði...

skemmtilegt!!

Heiða sagði...

takk! ég hlakka svo til að ég er að springa í loft upp!

spritti sagði...

Góða skemmtun. :D