Leita í þessu bloggi

mánudagur, apríl 20, 2015

Í tilefni af fréttum þess efnis að David Bowie finnist Lulu, samstarf Lou Reed og Metallica snilld, gróf ég upp texta frá í október 2011 þar sem ég hlustaði á Lulu og skrifaði um hana beint eftir hvert lag á facebook.

20. október 2011: Mitt eigið hlustunarpartý: Lulu með Lou Reed og Metallica.

1. lag: Brandenburg gate, nokkuð gott, lofar góðu. Helst að bakraddir Headfield séu soldið cheap, en sleppur.

Lag tvö: The View. Geðveikt! Rosalega flott riff, og dimm og drungaleg stemmning í texta og flutningi hjá Lou. Djöfull er hann flottur, kallinn.

3. lag, Pumping blood, hefst með strengjum og minnir vissulega á V.U. fyrir vikið, en svo takast strengir a la V.U. á við strengi a la Metallica (rafgítarstrengi). Manni dettur einhvern veginn strax í hug að Lou Reed sé að óverdósa með eiturlyfjunum sínum sem hann er að sprauta....og gítarar Metallica og trommugeðveiki einhver undir sem undirstrika þá undarlegu tilfinningu að Lou liggi bara með sprautuna í handleggnum og allt í blóði...sjiiiiiiiiit. Flott lag, ótrúlega flott.

Lag 4: Mistress Dread....byrjar á snilldarkeyrslu, langar að keyra bíl hratt og hlusta á þetta lag. Það er einhver undirliggjandi sturlun í gangi.
...og keyrslan heldur áfram. þetta lag er um eitthvað brútal S&M-kynlíf, eða það hljómar þannig. Við erum að tala um kynlíf, eiturlyf og rokk. Vissulega ekki það nýjasta í textagerð, en hey! Lou fökking Reed hefur leyfi til að gera slíka texta ef einhver hefur það.

5. lag, Iced Honey, hljómar mjög mikið eins og Lou Reed-lag, eiginlega meira þannig en hin 4 sem komu á undan, sem eru greinileg samblanda af tveimur hljóðheimum. Aftur finnst mér Headfield-bakraddir soldið skrýtnar, en allt hitt alveg mjög flott. Gítarar æðislegir.

6. og síðasta lag á fyrri disknum heitir Cheat on me og ég elska byrjunina á því. Virkilega heillandi gítarheimur sem á einhvern stórundarlegan hátt hljómar kínverskur. Auðvitað allt of listrænt fyrir "the average Metallica fan" en ég dýrka þetta. Lagið er 11 mínútur, og því kannski ekkert léttmeti, enda er því gefinn góður tími til að byrja og fer svo aðeins að lyftast um miðbikið. Mætti þó líklega vera ögn styttra. Svona 8-9 mín. myndu kannski duga. Of oft er sungið: Why do I cheat on me?"

Fjögur lög á diski 2, það fyrsta komið af stað, Frustration, og er 8 og hálf mín. Gott riff hjá strákunum. Hvernig er hægt að vera svona kúl eins og Lou? "I wish that I could kill you, but I do love your eyes" Geðveikt. Klikkaður texti. Alveg bara vá! Allt rosalegt við þetta lag. Það tekur á flug í lokin. Hlýtur að vera æðislegt að sjá þetta læf.

2. lag á diski tvö heitir Little dog. Akkústískur gítar og dularfull stemmning. Hljóðheimurinn alveg eins og klæðskerasaumaður fyrir Lou Reed. Dularfullt. Manni finnst eins og eitthvað ógurlegt sé að fara að gerast. Þessi texti er örugglega um eitthvað annað en lítinn sætan kjölturakka.

lag 3 á diski 2 heitir Dragon. Tilraunakennt. Rosalega held ég að Metallica sé að fara að skipta um aðdáandahóp. Þetta er svo miklu meira sándandi eins og Sonic Youth heldur en nokkurn tíman eins og Metallica, og það er svo fráááááábært. Dragon er líka 11 mín. og það tekur á flug eftir ca. 3 mín. með mjög fínu riffi, repetetive og myrkt, sem er alveg virkilega up my alley. Við þessa aðra hlustun er þetta eitt af mínum uppáhalds lögum á plötunni, ásamt Frustration og Mistress Dread. Sex-tuttugu og eitthvað og ég er að headbanga!!!!! Vá, hvað ég ætla að hjóla út um allt með þetta lag á repeat. Shitt, er þetta besta Metallica lag ever?

Lokalagið, það fjórða á diski 2 heitir Junior Dad og er að mínu mati smá feil í byrjun, því Dragon er svo flott og gæti vel staðið sem frábært lokageðveikislag. Junior Dad er 19 (!) mín. og fyrstu 5 eru eins og metallica lag, sem lou reed gerði sönglínu yfir og gítararnir og sönglínan passa ekki alveg. svo tekur annar kafli við, með strengjum, og maður fær á tilfinninguna að þarna hafi lou samið kafla. svo heldur metallicalagið áfram. Ég hef samt ekki hugmynd um hvernig lagið er samið eða neitt, bara að giska. En þetta er ekki besta lag plötunnar, og alls ekki betra lag til að enda á en Dragon. Og eftir átta mín, er maður farinn að bíða eftir því að eitthvað stórkostlegt fari nú að gerast í þessu lagi...

skil ekki allar þessar instrumental hugleiðslumínútur í lok síðasta lagsins, og það gerir plötuna ekki betri að mínu mati. Hefði mátt sleppa alveg og gera lagið að "filler" ef það þurfti þá að vera með. Svona 6 mínútur og hafa það á undan lokalaginu. Það hefði gert plötuna betri. En þrátt fyrir þetta er platan æði, og bara slökkva eftir Dragon og þá er maður í rosa stuði. Ótrúlega gaman að dæma hana í beinni hér, fyrir sjálfa mig, og kannski les þetta einhver...who knows? Who cares? Takk fyrir!

1 ummæli:

Lissy sagði...

Gaman ad heyra fra ther!