Leita í þessu bloggi

mánudagur, nóvember 07, 2016

Hvað er að gerast hjá Heidatrubador?

https://www.karolinafund.com/project/view/1554

Þetta er linkur á karolinafund-söfnunina sem ég er með fyrir framleiðslu á nýjustu tónlistinni minni sem ég gef út undir nafninu Heidatrubador. Þetta er þjóðlagatónlist í víðustu merkingu þessa orðs, en þarna gætir samt lágstemmdra áhrifa (lo-fi) og ákveðins tilraunaanda í útsetningum. Ég leik á öll hljóðfæri, sem lög og texta og tók plötuna upp sjálf. Mig langar að gera vínylplötu, og svo líka nokkra geisladiska og jafnvel kassettur, til að allir geti hlustað á plötuna, sama hvaða format þeir vilja. Ég eru búin að gefa út 4 smáskífur af þessarri plötu: Life & dream (uppseld), Fast (uppseld), Root (2 eintök eftir) og Veerle (8 eintök eftir).Allar plöturnar eru númeruð eintök, sem hafa söfnunargildi er fram líða stundir. Hér má hlusta á Veerle:



Hér má hlusta á Life & dream, Fast og Root:

https://heidatrubador.bandcamp.com/album/root

Ef þið viljið fjárfesta í sjö-tommum er hægt að hafa samband við mig, til dæmis í gegnum tölvupóstinn heidatrubador (at) gmail (punktur) com. Þið megið líka alveg senda mér póst bara af því bara, það er gaman að fá bréf að lesa, og stundum fær maður svo mikla leið á facebook og langar að vera í sambandi á annan hátt.
Veerle-sjötomman er með remixi frá Curver og er á svörtum vínil. Sú plata kostar 2500 kr, en Root er bara með tónlist á a-hlið og handgerðu listaverki á b-hlið og kostar 3000 kr. Ef þig langar að styrkja útgáfu stóru plötunnar, sem mun heita Fast, en ert ekkert sérlega að pæla í að fá þér vínilplötu geturðu keypt bara rafrænt niðurhal, eða keypt þér tónleika með Heidatrubador á vægu verði, eða keypt þér lag um þig sjálfa(n). Hver vill ekki fá lag samið um sig? Veerle er einmitt svoleiðis lag, samið um vinkonu mína frá Belgíu sem heitir Veerle. Hún er frábær og hefur komið ótrúlega oft til Íslands af því hún elskar íslenska tónlist.
Annar Belgi tengist plötunni, en belgíski læknirinn og vinur minn, Wim Van Hooste, gerir listaverkin á plötuumslaginu, fram- og afturhlið. Hann elskar líka íslenska tónlist og hefur komið oft til Íslands. Ég hlakka til að heimsækja þau bæði á næsta ári, þegar ég verð á flakki um Evrópu að spila lögin mín á kassagítar?
Annars spilaði ég fjórum sinnum á Airwaves 2016: Einkatónleika fyrir japanskan hóp á þriðjudag, í Friðarhúsinu á fimmtudag, á Bæjarins Beztu Pylsum á föstudag og í Norræna húsinu á sunnudag. Er smá þreytt, en glöð. Takk fyrir
(Please google-translate this, I am too tired at the moment to write it all in English as well.)

Engin ummæli: