Leita í þessu bloggi

mánudagur, janúar 01, 2018

Fyrsti í 2018

Vaknaði og steig fram úr rúminu, beint í ælu frá Ljóna, sem var köld og klístruð, svo ég byrjaði árið á að þrífa kattagubb og fara svo í fótabað með hægri fót í klósettvaskinum. Gat eiginlega ekki byrjað á áhugaverðari hátt, svo ég ákvað að láta í vél og tékka á veðrinu úti á leið úr þvottahúsinu. Breskir túristar óskuðu mér gleðilegs árs. Það var skemmtilegt og ég ákvað að láta einhverja "sparíplötu" á til að vaska upp og fá mér morgunmat, áður en ég fer í vinnuna. Ég fann Googooplex, þessa hér í vínylsafninu mínu og hún er mjög sparí! Kannski uppáhaldsplatan mín ever af íslenskum plötum. Það að hlusta á hana, ásamt glöðu bresku túristunum, var alveg nóg mótvægisaðgerð gegn því að stíga í kattaælu, svo nú er ég búin að vaska upp, fá mér te og beyglu og hálfnuð með Googooplex. Plata 2 er betri en plata 1, en það er nauðsynlegt að hlusta á þetta í réttri röð þegar maður leyfir sér. Úti er stilt og millt áramótaveður og þokan og reykurinn frá í gær virðist hafa gufað upp í nótt. Eftir eina vínylplötu og kannski einn tebolla til er ég tilbúin í útvarpsþáttagerð.

Engin ummæli: