Leita í þessu bloggi

sunnudagur, mars 07, 2004

Það er alveg undarlegt hvað stórir hlutir skipta oft engu máli og litlir hlutir skipta öllu máli. Ég fann og dánlódaði leik sem ég hef ekki spilað síðan 1982, það var í leiktækjakassa í júnó-ís í skipholtinu. Leikurinn hét Burger-time, og á netinu er að finna eftirhermuútgáfu af leiknum, sem er kallaður Burger space. Ég er bara verulega hamingjusöm að geta leikið þennan leik hvenær sem ég vil. Það er skítaveður, ég er á kúpunni, búin að vera veik í 8 daga....en ég á Burger space. Á morgun er mánudagur og ég ætla að vera sjúklega brjálæðislega dugleg og gera 8500 hluti sem ég gat ekki gert í síðustu viku sökum lasleika, og lífið er gott....ég á Burger space.

Engin ummæli: