Leita í þessu bloggi
fimmtudagur, mars 11, 2004
Það er ágætt að blogga, en samt er ég strax komin með smá leið. Mér finnst dáldið eins og ég sé að halda dagbók til að halda dagbók. Ekkert ósvipað og þegar ég fékk flottar dagbækur með lás og öllu í jólagjöf og var dugleg í viku, en svo var nýjabrumið farið af. Það er samt aðeins öðruvísi þegar maður ímyndar sér að einhver lesi kannski dagbókina. Það er nú samt svo mikið af svona bloggsíðum að eflaust les þetta enginn. En notagildi heimasíðunnar er samt tvímælalaust meira en dagbókar sem er læst og eingöngu ætluð fyrir mann sjálfan. Hér gæti ég tildæmis komið á framfæri áformuðum tónleikum Heiðu og Heiðingjanna. Við spilum næst þann 20. mars á Grandrokki. Hitum upp fyrir hljómsveitina 5ta Herdeildin sem heldur sína útgáfutónleika. Heiða og Heiðingjarnir fara á svið kl. 21:00, því alterígóið mitt, næturvörðurinn, þarf að vera kominn upp í útvarp klukkan 22:00. Talandi um Heiðu og Heiðingjana....eruð þið ekki alveg örugglega búin að kaupa nýja diskinn, tíufingurupptilguðs? Hann er svona gleði-hvetjandi geisladiskur, sem hressir mann við í skammdeginu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli