Leita í þessu bloggi
miðvikudagur, mars 31, 2004
HEIÐINGJAR spila á styrktargiggi fyrir götubörn í kambódíu kl. 10 miðvikdagskveld 31. mars á grandrokk. tónleikarnir áttu að vera á fimmtudeginum en voru færðir. spilum því örstutt þarna en löbbum okkur svo yfir á ellefuna og þar spilum við fulla lengd af tónleikum (fremur stutt samt, því við kunnum ekkert obboðslega mörg lög, ég myndi segja svona 13, og það er með nýja laginu sem er ekki tilbúið og því spilum við það ekki). svo hita HEIÐINGJAR upp fyrir brjálæðingana í CHANGER á föstudag á nýja staðnum sem ég man ekki hvað heitir en er á lækjartorgi við hliðina á sentrúm skiptistöðinni. í CHANGER er maður sem getur öskrað og sungið á innsoginu líka, þarf sem sagt aldrei að hætta að syngja ef honum sýnist svo. það er bara fríkað, algjört fríksjó, þess virði að mæta. svo er trommarinn í CHANGER tvífari einhvers í færeyska bandinu TÝR, en CHANGER eru samt skemmtilegri en TÝR. bara langaði að segja ykkur frá þessu. og ef einhver veit um miða á Pixies þá má hann láta mig vita
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli