Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, mars 25, 2004

Ók, ég er snillingur!
Ég sver það að ég hélt alltaf að maður gæti bara ekki fiktað sig eitthvað áfram og breytt öllu sjálfur, án þess að fá hjálp. Ég hélt að maður þyrfti gráðu, eða námskeið, eða allavega vin/vinkonu sem horfði yfir öxlina á manni og hjálpaði smá.....En ég gerði þetta ein, sver það. Og á minn mælikvarða er þetta flottasta bloggsíða í heimi, en ég veit ekki alveg hvað ég gerði ennþá. Kommentakerfið fékk ég upplýsingar um hvar ætti að ná í, en litirnir og eitthvað... veit ekki. En þetta er náttúrulega bara eins og með tónlistargræjur, á meðan maður kann ekkert á t.d. trommuheila og fiktar eitthvað, kemur undantekningarlaust eitthvað mjög flott út. Þegar maður hins vegar hefur lært almennilega á gripinn, er ekki sjálfgefið að sköpunin verði eins frjó. Þá fer maður að nota hann eins og á að gera, boring. Ég lýsi því hér með yfir að það á ekki að kunna, bara gera. Pönk í hnotskurn, og notalegur lífsstíll það!!!
(borgar sig samt kannski að kunna á bíl, áður en maður fer að keyra....en svona oftast virkar þessi speki vel...)

Engin ummæli: