Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Jahahahahahahá?!
Nú er bloggtími. Ég er sko að gera allskonar, ótrúlegt en satt. Spila á tónleikum fyrir félagið Ísland-Palestína fimmtudagskvöldið 8. apríl á Jóni Forseta. Hljómsveitin mín kemst ekki, það eru allir svo duglegir í allskonar hljómsveitum öðrum og látum, þannig að ég hef ákveðið að spila bara ein, með kassagítar. Að öllum líkindum mun ég frumflytja einhver ný lög þarna, en annars sé ég bara til og geri eitthvað skemmtilegt. Svo kvöldið eftir, þann 9. (eftir miðnætti, reyndar þá kominn 10.) ætla ég að dj-a á 22!!! Byrja klukkan rúmlega 12 og hætti hálf-sex!!! Þetta verður sko gaman. Svo er Næturvörðurinn á dagskrá laugard, 10. og þá er þemað ALLT/ALL/EVERYTHING.

Engin ummæli: