Leita í þessu bloggi

föstudagur, apríl 23, 2004

Það var mikið... ég segi nú bara ekki annað!!! Ég var bara orðin hrædd, og skildi ekki neitt í neinu, það bara leið og leið tíminn og ekkert kom bloggið. En ég er hér staddur á alls engum bömmer, heldur bara í sólskinsskapi, enda er komið sumar og sól. Gleðilegt sumar, og það er alveg ókeypis að b.r.o.s.a....Ég er byrjuð að vinna í ritgerðum fyrir háskólann minn, og gengur hægt en örugglega, svo er ég líka byrjuð að vinna í póstinum fyrir hádegi. Þetta er mér ekki ókunn vinna, en ég hef verið bréfberi nokkrum sinnum áður, síðast 2000. Fékk afbragðs hverfi, og fína kennslu á það, og allt er bara glimrandi. Það er svo gott að vakna og gera eitthvað af viti, fá sér morgungöngutúr, og vera búin að þessu í síðasta lagi um eitt leytið, þá er allur dagurinn eftir, og þá verð ég nú að vinna í ritgerðum. Ég er dáldið sátt bara við þetta hlutskipti mitt: Nemi/Bréfberi/Tónlistarkona/Útvarpskona....og margt annað. Það er líka svo gaman að láta minna sig á að bréfalúgan getur verið vettvangur alls kyns gleðilegra sendinga, ef maður vill. Það þurfa semsagt ekki bara að koma reikningar inn um hana, ótrúlegt en satt! Maður er líka eitthvað svo fastur í að senda rafpóst til vina og kunningja, en það er til nóg af fólki ennþá sem sendir...og fær til baka, sendibréf. Fólk getur líka gerst áskrifandi að alls kyns blöðum og tímaritum, og það er meira að segja hægt að vera í bókaklúbbum sem sendir manni reglulega heim skemmtilestur. Bréfalúgan er eins skemmtileg og maður vill að hún sé. OOOOOOOOOOggggg það er alveg ókeypis að b.r.o.s.a!!!!!!!!!!!!
Allir í stuði, og bless

Engin ummæli: