Nú er ég hætt að vinna, og fúll tæm heimspekinemi, þar til við hverfum í útlönd. Þetta er gott, og fínt að venja sig við að fara að læra aftur, eins og manneskja. Það er nefnilega mjög erfitt að finna tíma fyrir nám, þegar maður er í einhverjum vinnum líka. Vinnur veita peninga, en nám ekki svo valið er auðvelt. En það er semsé niðurstaða nefnarvinnu sem fór fram í höfuðkúpu minni, að til að geta skilið sátt við allt, verði ég að ljúka einni 12-15 síðna ritgerð um vilja Descartes, fyrir hina finnsku kennslukonu Minnu, sem kom frá Finnlandi í vor til að kenna okkur. Það er gott að vera námsmaður, þegar maður hefur gaman af því sem maður er að læra, og þegar maður er ekki að stressast út af peningaleysi. Ég hef líka fengið aðra niðurstöðu úr nefnd, (greinilegt að þeir hafa verið duglegir að funda í hausnum á mér), en það er að ég ætla að böska á föstudagseftirmiðdögum í Berlín. Það er spennadi verkefni sem verður gaman að sjá hvað kemur út úr. E.t.v. vilja Berlínarbúar ekki sjá mitt framlag til kassagítars-og sönggötukúltúrs, en svo er aldrei að vita nema þetta gangi bara vel. Kannski verð ég ofsótt af öðrum böskurum sem þola enga samkeppni.....spennó!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli