Leita í þessu bloggi

föstudagur, september 24, 2004

er á leiðinni á tónleika sem er reyndar uppselt á, en ég ætla að standa fyrir utan og redda miða. Hljómsveitirnar Pshycic TV og To roccoco Rot spila. Ég fer ein því það er bara rugl að reyna að finna einhvern með sér. Við þekkjum næstum engan, og engin barnapía, enn að minsta kosti. Því verða skemmtanir að vera eins manns verkefni hér í stórborginni. Elvar fer svo einn eitthvert, kannski á Slayer á sunnudagskvöldið. Verðum að redda barnapíu bráðum, það er dáldið einmannalegt svona...

Engin ummæli: