Ókey...Genesis P. Orridge sem er aðalkallinn í Psychic TV er kelling!!
Ég sá á honum brjóstin í gær. Mig rámar eitthvað í að hafa heyrt af þessari kynskiptiaðgerð hans, en var hins vegar búin að steingleyma því þegar hljómsveitin steig á svið í gærkvöldi. Upphitunarbandið To Roccoco Rot var aðalástæðan fyrir því að ég vildi á tónleikana, en ég á eina plötu sem Gunni gaf mér fyrir nokkrum árum, og fíla ég einstaklega vel. Þeir eru þrír listaspíruþjóðverjar, líta allir út eins og litlu frændur Blixa Bargeld, en samt einhvernvegin heilbrigðari í útliti. Ég var sem dáleidd í þær 40 mín. sem bandið spilaði og allt var í sómalagi. Hefði þess vegna getað farið þá, bjóst svo sem ekki við neinu af seinna bandinu, því jafnvel þótt fyrri plötur þeirra hefðu verið tilraunakennd snilld hafði ég heyrt eina sem kom út 95 eða 96 sem var mjög leiðinleg danstónlist og alveg týpísk svona e-pillupartýleiðindi....Hvað um það, ég sat sæl og glöð á hörðu trégólfi Volksbuhne, (gamalt leikhús í austur-berlín), og svo bara byrjaði fríksjóvið. Lessuleg bassastelpa, sem var með fráhneppta skyrtu niður í nafla, (þrusubassaleikari), pönkaratrommari með hanakamp, hommi á hljómborð sem var að nudda sér upp við hljómborðið á mjög ögrandi hátt allan tímann, og endaði með nærbuxurnar á hælunum, robert smith-lookalike á gítar, icequeen sem var stífmáluð í minipilsi og háumhælum og skipti ekki um svip allan tímann á trommuheila og laptop, og theraminleikari í síðustu lögunum. Þetta var bandið. Genesis P. leit hins vegar út eins og fimmtug kelling sem verslar fötin sín í Hagkaupum, með aflitað kellingahár, sjúskuð og komin með pínu bjórvömp, í gallaminipilsi og flegnum bol sem sýndu brjóstin hans ágætlega!!!!!! Tónlistin var misgóð, á köflum smá pönk og drungi, annað soldið hressilegt léttpopprokk eitthvað, næstum eins og kolrassakrókríðandi einu sinni, en nýjustu lögin voru bara næstum eins og Velvel Underground. Ekki mjög frumlegt, verð ég að viðurkenna, en viðeigandi var'ða. Tæpir tveir tímar af fríksjóvi, og á meðan var verið að sýna alls kyns rugl á risabiótjaldi á bak við þau. Meðal annars sýnt þegar Genesis P. fær sér sílikonsprautu inn í varirnar til að verða meira "sexí" (lesist kellingalegur). Ó já ég gleymdi, hann er búinn að skipta öllum tönnunum sínum út fyrir gulltennur, en úr fjarlægð og með ljósunum kemur það vægast sagt illa út, eins og hann sé bara tannlaus. Þannig að þessi fyrrum maður, lítur nú út eins og tannlaus drusluleg ensk miðaldra kelling, og svo syngur hún með karnmannsröddusinni.....Vá.....ég er rosalega glöð að hafa séð þetta
Engin ummæli:
Skrifa ummæli