jæja, nú er ég lasin, svo ég er búin að vera að lesa blogg hjá hinum og þessum í allan dag. Bætti við tveimur linkum, hjá pönkaravinum. Vantaði smá meira pönk í þetta. Á morgun verður mér batnað, en í dag er ég með hálsbólgu og verki út um allan líkama. Ætla að ljúka við bókina Góðir Íslendingar eftir Huldar Breiðfjörð. Hún er prýðileg, sérstaklega gott að lesa hana þegar maður er ekki á Íslandi, það er nefnilega svo mikið um veðurlýsingar í henni. Íslenskt veður, nei takk!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli