Nú er ég hálfnuð með þýskunámskeiðið mitt, og finnst ég bara orðin nokkuð lunkin. Get skammlaust lesið fyrirsagnir í blöðum, og einstaka greinar þar sem innihald er um eitthvað af þeim orðum sem ég kann. Eins og á mið. í einhverju Berlínarblaðanna, þá var heillöng grein um Herbst, sem þýðir haust, og ég held alveg að ég hafi bara skilið það. Þetta sama kvöld, miðvikud.kvöld, fórum við svo loksins í bíó, en þar sem Óliver var að sjálfsögðu með fórum við á hina stórkostlegu mynd Twei Bruder (tveir bræður). Það er dýralífsmynd, en með söguþræði.Bræðurnir eru tígrisdýrastrákar, og þetta var prýðismynd. Á þýsku auðvitað, og Óliver skildi söguþráðinn vel, og ég held ég bara jafnvel. Svo þýddi ég official enskt skjal um að við værum nem. við H.I. og erasmusnemar yfir á þýsku (með hjálp orðabókar). Vona bara að þetta hafi ekki verið eitthver "Hotspring river this book, I river cock"-þýðing.
" alt="Example" />
Er að prófa hvort þetta virkar hér, að blogga myndum sem maður finnur á netinu.
virkaðu...plíssss (þetta á að vera mynd af mér með gítar...)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli