Leita í þessu bloggi

mánudagur, október 25, 2004

Alveg hreint ágætt að vera skólastúlka, er djö...er ég farin að sakna þess að rokka maður. Eða bara spila á tónleikum hvað svo sem það væri. Verð nú að taka rusk í að skipuleggja spilamennsku á götum úti. Við höfum bara þurft að hafa okkur öll við að ná pappírsflóði, og að díla við veikindin í fjölskyldunni, og ekki gefist tími í neitt svona extra. En pappírsflóð að klárast, og veikindi ei meir svo ég ætti nú að kýla á böskerí á föstudaginn. Þarf hreinlega að undirbúa mig líkamlega í vikunni, þar sem neglur vinstri handar eru í fyrsta skipti í mörg ár sjáanlegar (þá meina ég það er nokkurra millimetra hvít rönd, ekki klippt knallstutt), og svo er siggið eitthvað aðeins að fara....uss uss uss. Þetta er náttúrulega lélegt. Bara set mér það takmark að spila í hálftíma hvern dag til föstudags, þá er það komið. Annars var ég aðeins að spila í þarsíðustu viku, og samdi meðal annars stórfínt og skemmtilegt popplag. Þá eru 3 lög komin í heiminn á þessum tæpl. 7 vikum í Berlín. Í þau fáu skipti sem ég hef gripið í gítarinn hefur bara alltaf eitthvað frábært komið. Góður sköpunarkraftur hér, það er alveg greinilegt. Ég er líka næstum búin með ritgerðina, svona 2 bls. eftir eða eitthvað. Aðeins að púsla endann, og gera heimildaskrá. Það er ljúft, held ég fari samt snemma að sofa og vakni fyrir allar aldir og þambi kaffi, og klári þetta þá. Ég nebblega tók hina aðferðina í gær. Fór um kvöld á kaffihús og sat og þambaði kaffi og lærði, og þá gat ég ekki sofnað fyrr en um 3-leytið, og vaknaði við að moskítófluga sem ýlfraði í myrkrinu kl. 5 var að reyna að drekka úr mér blóðið. Ég er afar óhrifin af þessum flugum, síðan ég bjó í Marseille, og þróaði með mér ofnæmi fyrir þeim, vegna gífurlegs fjölda bita sem ég fékk. Elvar heldur samt að þetta hafi bara verið ávaxtafluga að syngja, en ekki moskító, en það hefur verið svo hlýtt í nokkra daga, að hvað veit maður. Allavega ég vakti þar til hún var örugglega farin burt, því ég vildi ekki að hún biti mig, þá hefði ég bólgnað út og tvöfaldast. Datt út af fyrir 6, vaknaði kl. 8:00 M y g l u ð... góður dagur samt, sko!

Engin ummæli: