Ég komst að því að ég er geimvera í dag. Málið er að mér finnst ég ekki vera beint stelpa, jú ég er náttúrulega stelpa eða kvenkyns, en ég er ekkert stelpuleg. Og ég er ekki strákur heldur. Ekki er ég lessa því ég er skotin í strák, og hommi er ég ekki því þeir eru einmitt margir hverjir að gera svoldið í því að verea kvenlegir. Ég er utan flokka, einhvernvegin. Hef alltaf verið það. Veit ekki af hverju. Fór að hugsa um þetta í einum fyrirlestrinum í dag, þegar ég skildi ósköp lítið og datt aðeins út. Man á táningsárum mínum hvað mér fannst alltaf merkilegt hvað stelpuvinir mínir höfðu eitthvað lítið fyrir því að vera heillandi með voða stelpulegt hár, og áttu svo svona týpísk stelpuherbergi, og lágu þar í stelpurúmunum sínum og töluðu stelpulega í símann og hlógu stelpuhlátrum....Ég veit bara ekki afhverju ég er ekki svoleiðis. Mála mig alveg stundum, en ég verð ekkert endilega stelpulegri þegar ég mála mig. Bara geimverulegri....Allt mjög skrýtnar pælingar. Svo bonda ég ekkert svo vel með týpískum stelpulegum stelpum, líklega aðeins betur með týpískum strákum. Bonda samt held ég best með unglingsstrákum...Kannski er ég bara unglingsstrákur, fastur í ungkonulíkama. Svei mér þá, er ekki til félag annarra ungkvenna sem eru unglingsstrákar? Bannað að hlægja, og endilega látið mig vita ef þið skiljið, eða hafið ráð
Engin ummæli:
Skrifa ummæli