...síðan gerðist það að ég fann kaffihús sem var líka þvottahús. Hvílík snilld. Drakk latté, þvoði og þurrkaði, las Descartes, og ætla nú að massa ritgerð næstu daga. En ég samdi líka ljóð á kaffihúsinu, og er að safna í ljóðabók, sem ég auglýsi hér með eftir útgefanda að. Afar gott stöff sko. Elvar og Óliver komu og hittu mig með hreina þvottinn og hreinu samviskuna (búin að þvo og læra í dag). Við fundum Sushi-stað sem heitir að mig minnir Risen-kugel (eða eitthvað í líkingu við þetta, og þýðir væntanlega hrísgrjónakúla). Frábær matur, og Óliver borðaði misósúpu með bestu lyst. Fúlsaði reyndar við sjálfu sushi-inu, en það er nú líka ,aquired taste", sem þriggj'ára er ekki alveg búinn að stilla sig inná!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli