þá er kominn sjöundi, og við erum ánægð með það. Einhverntíma um þessar mundir eru komin 5 ár síðan ég og Elvar urðum kærustupar, og það hefur svo sannarlega margt gerst á þeim árum. Við þurfum að finna ljósmyndakassa til að taka mynd, því við höfum gert það á hverju ári, og eigum því passamynd af okkur frá þessum tíma árs frá öllum árunum. Fjórar myndir til, sú fimmta á leiðinni. Tek yfirleitt ekki mikið af myndum því ég á ekki myndavél, en þessar myndir skipta máli. Ætla reyndar að skoða hvort ég geti ekki fundið ódýra digitalmyndavél, því mig langar til að festa á pixla það sem fyrir augu ber hér í Berlín. Það er svo margt sem væri gaman að eiga í framtíðinni, til minja um dvölina hér.
Prófuðum að borða á veitingastað frá Sri Lanka í gærkvöldi. Listastúlkurnar Sunna og Jóna og verkamaðurinn Elías snæddu með kjarnafjölskyldunni og voru allir sáttir með Sri Lanka. Þar smakkaði ég eðal indverskan bjór sem heitir Cobra, og svo fékk ég mér Lychee-mjólkurhristing í eftirmat. Aðalréttur var úr bananafjölskyldunni, ristaður á pönnu með rauðum kókos og grænmeti og karrýgumsi.... mjög spennandi matur og verulega ,,losandi".
Engin ummæli:
Skrifa ummæli