Úff, ævintýri næturinnar voru frekar átakanleg. Herra Óliver Elvarsson vaknaði um hálf-tvöleytið með blæðandi boxaramunn, og sjónin var svo átakanleg að ég hringdi beint í grei-mömmu og hræddi hana áræðanlega...fyrirgefðu! :-) En hann fékk mjólk að súpa og sofnaði strax aftur sem betur fer. Í dag lítur hann út eins og handboltamaður með í vörinni, og talar eins og Bubbi Morthens...Læknirinn sem við hittum áðan sagði að hann gæti smitað út vikuna, og því megum við ekki fara aftur með hann í leikskólann fyrr en næsta mánudag. Úúúff, segi ég enn og aftur. Það er ekkert vííííí að vera með vírus, greinilega. Svaf svo ekki nema 5 tíma, því ég var svo glaðvakandi eftir að hafa séð barnið alblóðugt, að adrenalínið flæddi um líkamann og blóðið mitt þaut á 200 km. hraða. Náði ekki að róa mig fyrr en um hálf-fjegur í nótt, þá hafði ég lesið Cartoons in der DDR í soldinn tíma. Frábærar myndasögur, allar alveg stútfullar af einhverju sem mátti ekki segja, skrifa né hugsa í gamla Austur-Þýskalandi.Mjög róttækt og skemmtilegar ádeilur. Elska bókasafnið...greinilegt að sumt er eins hvar sem maður býr. Alltaf gaman að lesa góðar bækur, allsstaðar!!!!
(jógúrt dagsins: með bragði af grænum eplum og lime....nokkuð gott)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli