Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, október 19, 2004

Heyja..
er komin með skírteini sem veitir mér þann unað að borga ekki í nein samgöngutæki þar til í marslok 2005. Þá verð ég að borga fyrir sumarönnina í T.U. , og endurnýja unaðinn. Digital-myndataka var ókeypis og fékk maður bréf með "kóda" (eða strikamerki þ.e.a.s.) sem maður setti á þar til gerðan skanna á ljósmyndakassa og svo fékk maður 2 tilraunir til að vera sætur. Fyrri tilraun: sást ekki í andlitið á mér, bara höku og niðrúr...Ókey reynum bara aftur...Flott nú vantaði bara ofan á hausinn frá enninu og upp...verður að duga, því ekki fékk ég að prufa aftur að vera sætari. Svo sendist þessi mynd inn á kortaframleiðsluskrifstofuna og ég hljóp þangað og náði inn 2 mín. áður en lokaði. Maðurinn í afgreiðslunni var mjög almennilegur og kurteis þegar hann sagði mér að það vantaði eitthvað í hausinn á mér/af hausnum á mér. Jú, ég gekkst við því og spurði hvort það væri ekki bara persónulegra þannig. Þá hló hann og afhenti mér skilríkið. Til hamingju!
Ég er semsagt að læra að vera fyndin á þýsku...djöfull er það gaman, maður.

Engin ummæli: