Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, október 28, 2004

Mig dreymir um að eiga pening fyrir myndavél. Langar í ódýra eldgamla gamaldags myndavél á klink, og svo líka aðra sem er svona digital og hægt að láta myndir úr henni yfir á netið. Í tilefni af þessum draumum náði ég í myndaalbúm og setti eina sæta mynd af mér þar inn. Er ekki frá því að það sé best að byrja svona. Nú er kominn farvegur fyrir allar fallegu myndirnar sem ég ætla að taka, og því verður örugglega til peningur í afgang í næsta mánuði til að kaupa myndavél. Ódýrasta sem ég hef séð er á 59 evrur, en hún er digital með áræðanlega bara eins fáum pixlum í upplausn og hægt er (tveimur...), og svo er heldur ekkert gat sem hægt er að gægjast inní þegar maður er að taka myndina. Mér finnst það nú galli, sko. Er ekki vön því að horfa á skjá til að ákveða myndramma, og svo er maður ábyggilega svo skjálfhentur þegar maður getur ekki stutt vélina við kinnar og enni og svona...kannski venst þetta samt. En fyrir tæpar 80 evrur get ég fengið eina sem er líka með gægjugati. Svo fann ég myndavél á markaði frá DDR, með bæklingi og tösku og notast við 35 mm. filmur, og er með svona handstýrðum fókus og stilla ljósopstíma o.s.frv. Og hún kostaði 35 evrur!!! Eitthvað er nú samt erfiðara að hlaða þeim myndum inn á tölvuna sína. Dagdraumar mínir hljóða upp á eina af hvorri týpu, og svo get ég aldeilis byrjað að dokkjúmenta þessa stórkostlegu borg sem ég bý í. En fyrst...sofa smá. Ég er ferleg kl. hálffjegur að nóttu, allir sofandi og ég með galopin og glaðvakandi augu. Þannig er að ég dottaði sko í tæpan klukkutíma yfir gamalli vondri jackie chan-mynd, í kungfu-þemanu sem var á einni stöðinni hér. Vaknaði svo og horfði með öðru heilahvelinu á fræðslu um hvernig kungfu-myndir eru kóríógraffaðar og skoðaði ljósmyndasíður á netinu með hinu. Vakandi. vahahahahahahakandihhhhh!

Engin ummæli: