Sól í Berlín, og fyrsti skóladagurinn upprunninn. Fór í Humboldt í Trúarheimspeki Schelling í morgun kl. 8, og við það eitt að stíga inn í bygginguna helltist einskær gleði yfir mig. Fann herbergi 241 á löngum austurþýskum gráum gangi sem ég sver að mig hefur bara dreymt eða eitthvað. Hann er allavega nákvæmlega eins og ég ímyndaði mér að skóli í Berlín ætti að vera. Technishe Universitat er eitthvað svo hannaður og stór og undarlegt andrúmsloft. Þessi bygging Humboldt er hins vegar eins og fangelsi, á mjög skemmtilegan og sjarmerandi og hráan hátt. Þetta var svona heimspekilegt fangelsi: Fjötraðu líkamann og frelsaðu sálina!!! Allavega, ég flaug út, og þá bara komin glampandi sól og hlýtt veður. Nú þarf ég að hvíla mig aðeins áður en ég hefst handa við að finna Freie Universitat, en hann er víst í um klukkustundar fjalægð eða eitthvað með lest, og þar er fyrirlestur um inngang að trúarheimspeki á 20. öld milli 4 og 6 í dag. Ég er dugleg...
Svo fann ég Sonic Youth lagið sem ég hef verið með á heilanum í sirka 2 mánuði: Það er á plötunni Dirty og heitir Purr.
Og ég komst að því að heimspeki er náttúrulega bara pönk, ekkert annað. Maður lærir að brjóta reglurnar því annars gerist ekkert!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli