Leita í þessu bloggi

laugardagur, október 23, 2004

ævintýralegt og skemmtilegt líf. Allt í einu er allt fullt af skemmtilegu íslensku fólki sem heimtar að bjóða okkur í mat. Haukur og Stefán buðu okkur í pítsu í gær og þar sem endranær gerði Óliver stormandi lukku, og vorum við í marga klukkutíma í spjalli og stemmingu. Erik samheimspeki- og erasmusnemi ætlar svo að halda partý með íslensku þema í kvöld. Hann var að flytja í nýja íbúð, og að því tilefni býður hann erlendum vinum upp á "ógeðslegan íslenskan mat", og sýður líka pasta til öryggis. Þessi ógeðslegi matur samanstendur af hákarli, sviðasultu harðfiski og lifrarpylsu og blóðmör, og brennivín er drukkið með. Nokkrir íslendingar fá líka að mæta, og taka út viðbrögðin hjá erlendu tilraunadýrunum. Nema ég ætla að sjálfsögðu að borða smá hákarl, enda geri ég ráð fyrir því að af honum verði afgangur...ég og Óliver fílum hákarl. Svo kom Hrafnkell í heimsókn í dag, og er verið að plana ferð á útimarkað á morgun. Ég læri svo aðeins með hléum og svo er helgin búin. Mánudagur ber í skauti sér nýtt upphaf á aðlögun sonarins í leikskólann sinn, og svo hefst kennslan í skólanum okkar líka. Ekki seinna vænna, allir löngu tilbúnir að læra spá. Vikan verður góð, en helgin núna er það nú líka. Sjáumst!

Engin ummæli: