það er skítkalt í Berlín. Allir í milljón peysum og undir teppum og eitthvað. Spurning að fara út og vera stutt og koma svo heim og þá er svo heitt heima. Langar að borða pikknikk í garði, en enginn nennir með mér í þessum kulda. Fer þá bara ein eða eitthvað. En fór í sendiráðspartý í gær. Þar var kvöldmaturinn borðaður í formi smárétta. Íslenskar sjávarafurðir í allskyns formi, smá lambakjöt á prjónum og NÓAKONFEKT í metravís í eftirmat. Alveg stórgóður kvöldmatur, og Óliver hegðaði sér eins og sönnum heimsborgara sæmir, stóð og tókk þátt í tjatti, horfði með móður sinni á gjörning sem gjörningaklúbburinn var með og dáðist að listaverkum, fjarrænn í augunum (kannski var hann bara að hugsa um hvernig hann gat náð sér í meira konfekt,...kannski voru allir sem voru spekingslegir og fjarrænir í augunum að hugsa um konfektið, hvað veit ég...). Gaman.
Farin út.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli