Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Hulló, nú eitthvað hefur verið að í netheimum, því ég hef hvorki komist inn á blogger né hotmail...en í dag komst ég, vei! Á daga mína hefur flest drifið nema sumt en það er í lagi því það er miðvikudagur. Villi er í heimsókn og saman fóru hann og minn heittelskaði á Misfits-tónleika sem var víst betra en allir þorðu að vona, því trommarinn í Ramones (Markie) spilaði á trommur allan tímann, og var tekin Ramones-syrpa. Tónleikarnir voru á staðnum SO36, í Kreutzberg, sem er tyrkjahverfið hér. Ég sat hins vegar við hliðina á tónleikastaðnum, á mest gay og mest kitsch stað sem ég hef farið á á ævinni. Þar var allt loðið og bleikt (þ.e.a.s. veggir og loft) og það sem var ekki bleikt var glimmer. Sunna lýsti þessum stað best: "það er eins og að vera inni í einhverjum prúðuleikara". Spiluðu góðan slatta af fínu diskói, ég reyndi að læra smá, tókst illa, reyndi að kjafta smá, tókst miklu betur, svo ég hélt mig bara við það. Mjög gaman. Svo kebab, svo heim í næturstrætó. Allar leiðir liggja nú til Kreutzberg, þar er greinilega allt að gerast

Engin ummæli: