-fundum búð sem selur alls kyns svona lífsnauðsynlega litla og frábæra (og ódýra) hluti. Rússabúð, hjón sem brostu hringinn og voru æði. Keyptum: inniskó f. óliver, nestisbox f. óliver, batterí, 2 minnisbækur til að bæta orðaforðann f. elvar og heiðu, húfu f. elvar, límtúpu, 2 kertastjaka. kostaði ca. 1600-kall. Berlín er ótrúleg...
-fundum aðra búð sem er bæði súkkulaðibúð og gallerí...það er að segja, sérhæfir sig í að hafa til súkkulaðistykki sem hvergi annars staðar fást og er þeim stillt upp í glærar hillur upp um alla veggi, eitt súkkulaði í hvert hólf. Þar fundum við pipp, fíkjustöng og tromp! Kallinn sagði að Lakkrísdraumur hefði verið til, en var búinn...Við keyptum hins vegar hið ameríska Reases Peanut butter cups með hvítu súkkulaði...mmmmm.
-barinn á neðri hæðinni sem heitir Luxus dj-ar af kasettum!!!!! það er mest kúl í heimi. Sat þar og drakk bjór e. tónl. á laugardag og bað um Sonic Youth, og þá fer konan bara að leita að kasettunni, fann bæði Dirty og Sonic Nurse á kasettu. Hvílíkt skemmtilegt. Éraðspá í að gerast kasettu-dj, því ég á nebblega frábært safn af góðum kasettum.
-hef komist að því að ég er novelty-freak. Með öðrum orðum, ég er háð því að prufa eitthvað nýtt, er svona rosalega nýjungagjörn. Eins og prinsessan sem átti 365 kjóla...en ég er það ekki varðandi föt samt. Að prófa mat, nammi, bar, gos, veitingastað, og bara endalaust eitthvað sem ég hef ekki séð/étið/drukkið áður, er eitthvað sem veitir mér óendanlega mikla gleði. Þetta er bara rugl. t.d. súkkulaðistykkið hér að ofan, ég bara valhoppaði í sælukasti, þegar ég hafði borðað það, það var nýtt fyrir mér, og það finnst mér gaman...Ég er rugluð!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli