Leita í þessu bloggi

mánudagur, nóvember 08, 2004

Hæ!
Spilaði á tónleikum, það var alveg frábært bara. Búin að steingleyma hvað mér finnst gaman að koma fram. Þetta er alveg ávanabindandi rafmagn sem fer í gegn um mann við að spila á tónleikum. Líka svo fín útrás, verða aðeins stressaður, bara pínu. Og líða svo svona rosalega vel eftir á. Skrýtið, mér líður stundum eins og ég hafi verið að gera eitthvað sem skiptir máli...ekki að þetta skipti neinu máli nema kannski fyrir sjálfan mig. Enívei, gaman varða. Sunnudagur var tileinkaður afmæli sem við vorum boðin í hjá Önnu, 4gra ára. Fundum barbí og mættum í vöfflur og kaffi og súkkulaðiköku og allt mögulegt. Hreinlega toppurinn á afmælisreynslu Ólivers, só far, því það var skipulagður fjársjóðsleitarleikur sem hann fékk að taka þátt í. Foreldrar Önnu voru búin að teikna fjársjóðskort, og klipptu svo í sundur, og skrifuðu vísbendingar um hvar næsta vísbending væri falin aftaná hvern bút. Svo hófst leikurinn inni í eldhúsi og fór um alla íbúð og endaði úti í garði, þar sem Óliver var orðinn alveg örvinglaður og sagði við pabba sinn sem fór með út: "Pabbi, við finnum aldrei fjársjóðinn", alveg búinn að gefa upp alla von... En hann fannst, undir laufahrúgu, og var ekki af verri endanum. Súkkulaði-gullpeningar!!! Þetta var aldeilis frábært, og síðan fórum við heim í smá afslöppun eftir allan hasarinn, og til að toppa þennan fína dag, kom Eirik, og passaði og við fórum út á lókalbarinn í Pool. Enduðum á jafntefli, (3-3), og skildum því sátt, og frestuðum keppni þar til síðar. Pool er svo gaman, að ég bara brosi þegar ég hugsa um það. Held að þetta sé svona uppáhalds dægradvölin mín, jafnvel betra en bíó!!!

Engin ummæli: