Leita í þessu bloggi

mánudagur, nóvember 15, 2004

Hot newsflash...Tæplega tveimur tímum eftir að ég skrifaði hamingjusama og jákvæða færslu um hvað allt væri nú gaman og gott, og matarboð í gangi og skemmtilegheit, fékk ég ælupest. Líklega versta ælupest ævi minnar. Elvar, Sunna, og Melli voru hér að drekka smá bjór og ég bara hljóp á klósettið á kortersfresti. Hélt því áfram alla nóttina til svona 9 um morguninn, þá kom pása, og svo ein ferð aðeins síðar...svo bara búið. Ég er samt búin að vera fárveik síðan þá, svaf í allan gærdag, og í nótt. Fyrst núna að ég er að byrja að geta setið og vakið, hef bara legið í móki. Er aum í innyflunum, svona eins og rosalega harðar harðsperrur í maga og þind. Líka orkulaus, og aðeins lystarlaus, en samt svöng..nýorðin svöng. Vonandi verður allt orðið gott aftur á morgun.

Engin ummæli: