Leita í þessu bloggi

laugardagur, nóvember 13, 2004

ókey, dagurinn hófst illa, en er að enda þetta líka frábærlega. Til að byrja með, er komin með bakverk af samblandi af skorti á sundi eða jóga, og vondri dýnu. Á morgun ætla ég að reyna að finna sundlaug og drulla mér, en það er víst soldið dýrt. Farin að hlakka til að mæta daglega í sund á Íslandi í jólafríinu, það er nú gott að láta sig hlakka til einhvers sem er betra á Íslandi en hér!!! jákvætt... en aftur að vonda deginum mínum. Sko, barnið var seint á fætur og átti í miklum erfiðleikum með að draga sig frá teiknimyndum þannig að við ákváðum að gera það skemmtilegasta sem hann veit, og kaupa hamborgara og kók. Fórum í hackeshens markt, þar sem við höfðum séð girnilega búllu, og pöntuðum 3 borgara, 1 eplasafa og 2 kók....allir sáttir. Borðið gott, sætin þolanleg..svo koma drykkir...HEITT kók, alveg næstum flatt, en eplasafi ólivers samt bragðgóður og ekkert sykursull, bara hreinn safi...en við gátum ekki drukkið kókið. Báðum um klaka, fengum svo borgara án franskra sem áttu að fylgja, og borgarar teknir aftur....líður og bíður þá fáum við loks klaka í skál og í kjölfarið borgara með frönskum, en nú eru þeir íííískaldir, því um 10 mín.eru liðnar síðan þeir komu fyrst á borðið. já, franskar heitar...en of kryddaðar, kókið heitt, og borgarinn kaldur... Ha? og kostaði mikið...en við borðuðum, fórum og lemtum svo í hagléli á leiðinni heim...úff og ég með bakverk líka...
Breytti um dag: Fór í olíubað og var lengi, drakk te, eldaði grænmetismat í tæplega 2 tíma við undirleik æðislegrar tónlistar, bauð í mat, drakk smá bjór, óliver borðaði vel og lék sér fallega, bakverkur farinn, hætt að vera reið út í fólk eða hluti sem skipta engu máli og eru hvort eð er ekki á mínu valdi!!!

Engin ummæli: