Leita í þessu bloggi

föstudagur, desember 03, 2004

er vakandi á nóttunni, það er eitthvað sem þarf að fara að laga. las 2 bls. í fyrstu harry potter-bókinni á þýsku, meðan ég beið eftir að 2 þvottavélar kláruðust í dag. dansaði með joy division og s/h-draum og fleirri gleðisveitir í eyrunum í þvottahúsinu. hitastig berlínar svo þolanlegt að ég gat verið í pilsi, það er hressandi. smá jólaskraut að skjóta upp kollinum hér og þar, og er bara fallegt. ekkert á við Keflavík á þorláksmessu. er nú bara farin að hlakka til að sjá Keflavík á þorláksmessu...fá bílinn hjá pabba og mömmu og rúnta...he he he..allgjör gleði. keypti upptrekkjanlegt bangsímon-box með 20 bangsímon súkkulaðibitum í fyrir Óliver. Hann fær einn á hverjum morgni, eftir morgunmat. morgun, æfa mig á gítar og söng, laugardaginn spila á tónleikum. sunnudag: kökuboð hjá Dorte hinni dönsku. hún ætlar að baka danskar jólakökur og bjóða. linkaði á Eirik, hann er með puttann á púlsinum í berlín...

Engin ummæli: