Svakalega skemmtilegt og mikið prógram búið að vera í gangi. Fórum í þrívíddarbíó á föstudaginn uppi á Potsdamerplatz. Sáum Santa versus the Snowman...og þetta var alveg eins og að vera bara inni í verstæði jólasveinsins á norðurpólnum. Óliver datt bara alveg út og gleymdi meira að segja að borða poppið sitt. Ég keypti mér Miranda appelsínudrykk til að sötra með myndinni,og mikið óskaplega höfðu Tappi Tíkarass rétt fyrir sér þegar þau sungu: ,,Helvítis Miranda, Miranda er vont!". En allavega þrívíddarbíóið IMAX fékk fullt hús stiga hjá mjög svo krítískri dómnefnd Ólivers, Elvars og Heiðu, og mælum við með þrívíddarbíói við öll tækifæri ef fólk mögulega getur. Enduðum bíóferðina á stuttu stoppi í Hagen Dass, og sáum svo loksins jólasveininn, sem sat á sleða á hjólum og hesturinn sem dró sleðann pissaði og kúkaði á gangstéttina!!! Seinna um kvöldið komu Hrafnkell og Sunna og við spiluðum DDR- spilið (eins og útvegsspilið, nema maður býr í austur-þýskalandi, og markmiðið er að ná að kaupa síma, trabant og ganga í flokkinn...áður en Stasí stoppar mann og sendir í fangelsi!) verulega hressandi spil. Laugardag: kökuboð hjá Magga og Eirúnu, og dóttir þeirra, Anna, og Óliver léku sér fram á kvöld. Tónleikarnir gengu mjög vel og allir glaðir og ánægðir. Annað kökuboð á sunnudag: Danskar smákökur hjá Dorte hinni dösku, og manni hennar Carlos frá Perú. Nýkomin heim, kvöldi eytt undir teppi og með bækur og kertaljós hugsa ég bara!+
Góðar stundir, skýrslan búin.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli