Leita í þessu bloggi

föstudagur, desember 17, 2004

hæ, og jibbíjei, ég er á Íslandi í jólafríi....! Komum kl. tæpl. hálfeitt í gærnótt, og þá búin að taka einn leigubíl, sem næstum fór á vitlausan flugvöll, og tvær flugvélar sem villtust sem betur fer ekki mikið. Það voru komnir átján langir klukkutímar af ferðalagi, sem lítill piltur var búinn að þola, og vel það. Hann var til fyrirmyndar allan tímann, og greinilega ekkert mál að ferðast með honum. Bara hinn skemmtilegasti ferðafélagi, pilturinn. Á Íslandi hef ég ekki gert mikið, so far. Svaf, vaknaði, tók upp úr tösku, fór í heimsókn til Erlu Óskar, á fund, og erum nú komin til Laugarvatns. Hér er 5 gráðu frost, og stilla, og ÞÖGN eins og hún verður mest. Ætlum í gönguferð niður að vatni og hlusta á þögnina, og svo í gufubað og sund og heita potta á morgun. Lífið er bara fínt, sko, og á mánudag ætla ég að borga smá skuldir og fara í bókasafn og taka nokkrar bækur og reyna að læra smá...Bless bless

Engin ummæli: