Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, desember 21, 2004

hjaaa, spilaði á tónleikum í gær á gauknum, alveg æði. Búin að fá Hjálma-disk og ÓlaPalla safndisk og Popppunktsspil(ekki búin að spila það...er eiginlega næstum ekki að tíma því fyrr en á aðfangadagskvöld). Ég er afar þakklát að hafa fengið þetta dót, því ég á svo lítinn pening, og langar í fleirri íslenska diska. Ætla að vona að ég geti splæst í Mugison og Björk áður en ég fer aftur til Berlínar. Það er ekkert eins hressandi á veturna og að vera með góða spennandi íslenska tónlist í eyrum á labb-/hjóla-/strætó-/lestar- þvælingi. Voðalega er gott að hafa nú vini og fjölskyldu til að hafa það notarlegt hjá. Íslenskt vatn er líka alls ekki ofmetið, það er bara ekki sambærilegt, ég þamba og þamba....mmmmm. Hlakka til jólanna bigtæm. Ætla að vera jólasveinn og dreifa kortum og pökkum til fólks í Reykjavík og nágrenni á Þollllák. Bragða jafnvel á skötu í fyrsta skipti. Ég held það sé kominn tími til, ég sem lét mig hafa að bragða á eggjapúnsinu, meira að segja eftir að Elvar hafði gefið því falleinkunn dauðans, sem versta drykk sögunnar...HA! Lælælæ., lífið er ágætt.

Engin ummæli: