Leita í þessu bloggi
mánudagur, janúar 17, 2005
Berlín: Í dag svaf ég lengi og er því bara þreytt enn. Vakti framundir morgun og veit ekkert einu sinni hvað ég var að gera. Bara dunda mér eitthvað. Lesa smá, tölvast smá, horfa á seinni hluta fransk/amerískrar myndar með þýskum texta, hugsa. Ef mér text að sofna snemma í kvöld ætla ég að reyna að vakna þegar birtir á morgun (kannski sirka 8). Það er svo óhollt að sjá ekki dagsljósið. Verð að læra aðeins á eftir, en reyndar lærði ég bæði á laugardag og sunnudag, svo þetta er nú ókey. Melli sýndi okkur hvernig á að labba frá Prenzlauerberg til Kreuzberg á laugardagskvöld. Löbbuðum og löbbuðum. Borgin verður öðruvísi þegar maður nær að tengja saman hverfin á yfirborðinu með labbi. Neðanjarðarlestir flækja svo oft málin, því þær fara ekkert endilega styðstu leið þangað sem maður þarf að fara. Ég er ennþá allt of slöpp í þýskunni. Í gær glósaði ég enn og aftur yfir 30 orð á einni blaðsíðu af Schelling. Verð að reyna að fá Schelling texta á ensku. Merkilegt að hann hafi ekki verið þýddur á íslensku enn... Kannski bara massa ég þýskuna og þýði svo Schelling á íslensku, ha? Hahahahahah, það slær út í fyrir mér, ég er raunveruleikafirrt af öllu labbinu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli