Leita í þessu bloggi
föstudagur, janúar 14, 2005
í sveppaöskjunni sem ég keypti út í búð áðan voru síamstvíburasveppir. Tveir fagurlega lagaðir og stórir og feitir, en samvaxnir, sveppir. Ég hugsaði í 2-3 sekúndur eða svo hvort ég ætti að hringja á náttúrufræðistofnun, eða kannski Heimsmetabók Guinness, en svo réð svengdin og ég skar hann glottandi niður, og nú hef ég í fyrsta skipti á ævinni borðað síamssamvaxið grænmeti. Maturinn var æði, og ber eflaust í sér dulda krafta þar sem svona sjaldgæft dót var í honum. Man ekki eftir að hafa nokkurn tíma áður séð eitthvað síams-grænmeti. Þetta er happa, eins og fjögurrablaðasmári!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli