jæja, aftur tókst mér að breyta einhverjum númerum á uppsetningunni á þessu bloggi, og prófa endalaust eitthvað sem ég var ekki alveg viss um hvað var, þar til eitthvað gerðist og svo annað, og nú er ég laus við græna litinn sem ég fékk leið á, og kominn með eitthvað svona gult, sem sumum finnst eflaust ljótur litur, en er einn af mínum uppáhalds. Sólin er gul,og ég vil mikla sól. Þetta er orðið dáldið sevvenntís svona,...hvítt brúnt appelsínugult gult og grátt. Smá fönk í þessu, og líka nett hallærislegt en gott þó!
Svona er þetta bara í bili. Þetta gerði ég allt þegar ég ætlaði að læra Schelling og fara síðan snemma að sofa. Mikið er nú sniðugt að týma tímanum í þetta. Ég get samt alveg sofið líka. Ætla að reyna að spæla mér egg og kreysta appelsínusafa til að vakna hressilega í fyrramálið. Það er nú aldeilis ljúffengur morgundrykkur, nýkreistur appelsínusafi. Hef ég virkilega ekkert merkilegra að tala um en appelsínusafa núna?
Nú, fyrst svo er segi ég bara bless.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli