jájá, ég bara sofnaði ekkert þessa nótt, svo ég fór bara ósofin á fætur um fimmleytið, samdi einn texta og las smá, og nú mun ég gera svona fínan morgunmat í formi nýkreists safa og spæleggs. Áðan, þegar ég var enn að reyna að sofna uppi í rúmi talaði Elvar rosalega fyndið upp úr svefni. Hann sagði: "Ertu búin að vera öll kynin, og líka ákveðinn greinir?" Ég svaraði náttúrulega bara: "Já, elskan!" Þá sagði hann: "Það er gott" og snéri sér á hina hliðina.
Þetta finnst mér rooo-saaa-leee-gaaa skemmtilegt!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli