Leita í þessu bloggi

laugardagur, febrúar 26, 2005

Ja, það er stutt öfganna á milli. Loks þegar ég kem mér út út þessu get-ekki-sofnað mynstri, með því að vaka í rúman sólarhring, þá bara get ég ekki vaknað. Sofna eins og steinn, og vakna eftir 12-14 tíma, með herkjum. En það er sko í lagi, ALLT er betra en að upplifa svona vonleysi sem fylgir því að geta ekki sofnað. Ég hef í kjölfarið á þessu minnkað kaffidrykkjuna mína til muna, og má nú fá mér einn bolla á morgnanna, einn seinnipartinn, og síðan ekki söguna meir. Hef líka hafið drykkju á róandi tei, sem tekur víst viku að virka almennilega, en maður á að fá sér einn bolla fyrir svefninn. Heitir Jóhannesarjurt, og ég byrjaði í gær. Fer í munnlegt próf á þýsku klukkan sjö í kvöld, það verður spennandi. Þar sem ég hef verið að lesa þýsku á hverjum einasta degi í svona 2 vikur (í formi HarríPotterbókar) þá er ég ekkert stressuð. Ætla að tala um Arthur Schopenhauer, sem ég skrifaði BA-ritgerðina mína um. Já, ekki frá því ég hlakki bara til að krafla mig út út þessu. Svo er ein ritgerðarvinna hafin, og við á leið til Íslands á þriðjudag. Ef einhver veit um gistingu fyrir okkur í Köben frá 1. mars til 2. mars (á milli flugvéla), vinsamlega sendið mér póst: heidingi@hotmail.com
bæ,
Heiða

Engin ummæli: