Leita í þessu bloggi

mánudagur, febrúar 14, 2005

litskynjun er aftur eðlileg, svo þessi nýjung entist ekkert. Fíla pastel ekkert vel, en allt nýtt er gott meðan nýjabrumið er ekki farið af því. Augu mín sjá sumsé aftur liti, og klæjar ekki eins mikið í augun, svo ég er farin út að þvo þvott. Er alveg viss um að rykmaurar, mannaflær og veggjalýs hafi hertekið rúmið okkar. Fór á vísindavefinn að lesa mér til, og jújú, þetta er allt til, og jújú partur af því að losna við þetta er að þvo sængurföt reglulega. Þar sem við eigum bara eitt lak, og enga þvottavél þá hefur þetta lak verið dáldið lengi á, sængur-og koddaver kannski skemur, en samt alveg 2 mánuði. Shiiiiiit. En það kostar að þvo, og við erum að spara, en nú læt ég ekki bjóða líkama mínum lengur upp á rykmaura. Komst nebblega að því á vísindavefnum að jafnvel þó rykmaurar séu vinir okkar og borði bara dauðar húðfrumur af okkur en ekki skinnið sem er áfast, þá getur fólk verið með ofnæmi fyrir draslinu sem þeir skilja eftir sig. "Draslið" eru dauðir rykmaurar og skíturinn úr þeim.....OOOOOOOJJJJJJJJJJ. Nú klæjar mig um allan líkamann.

Engin ummæli: