Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

veit ekki alveg hvað ég þarf að segja núna. Það er eitthvað um unglinginn í mér. hann er svo frjáls eitthvað að hann fer í uppreisn og nú vill hann bara gera óskynsamlega hluti en ekki skynsamlega. En ég leyfi honum það ekkert. Ég er reynslan OG minn innri eilífðarunglingur, og þess vegna ætla ég ekki að hringja í bankann, fá mér vísnakort, og kaupa myndavél og dokkúmenta berlín, og próva svo alla fínu veitingastaðina fyrir afganginn. Ég ætla að elda, baka, kaupa ódýrt inn, dokkúmenta með augunum og þá er ég að sanna það fyrir sjálfri mér að ég hef lært af reynslunni, og froskast pínu. En ég má samt ennþá sparka í steina á götunni, (því það er unglingapönk), snúa sólarhringnum við alveg fram og tilbaka, (því það er svona unglingagoth), og hlusta nonstop á háværa tónlist, og hlæja í lestinni upphátt og kæra mig kollótta um alla sem hneykslast og glápa (því það er bara gaman).
Já, þetta er niðurstaðan.
Góða nótt
P.S.
Og júhú Christoph, ef þú ert að lesa, ég fékk lánaðan bíl hjá portúgalskri stelpu í kvöld, og hún segir að við meigum alveg keyra til Frankfurt á honum. Það eru samt sumardekk, svo nú bíðum við bara eftir smá snjóleysi, þá er ferðinni heitið til ykkar.

Engin ummæli: