Sko, ætla að gefa ykkur innsýn inn í það sem fer í gegn um hausinn á mér þegar ég ligg og bylti mér, andvaka. Í sirka einn og hálfan tíma núna áðan hugsaði ég m.a.:
-hugsaði "Verð að muna að gera lista yfir allt sem ég þarf að muna að gera á morgun"
-hugsaði um hvernig ég ætti að útsetja nokkur lög, byrjaði jafnvel á því í huganum.
-velti fyrir mér hvort það væri ekki til eitthvað íslenskt orð sem þýddi bæði galdranorn og þruma, held að það sé "Skrugga" en er ekki viss hvort það getur þýtt norn líka.
-bjó til lista í huganum um fólk sem ég yrði að senda diska eða póstkort eða bæði.
-rifjaði upp ´drekinn-skjetsið úr Fóstbræðrum
-hugsaði um hvað þetta væri fáranlegt að liggja og hugsa í stað þess að sofa
-hugsaði um allt sem ég hefði hugsað um só far, og að ég ætti að blogga það allt og athuga hvort ég myndi sofna þá. (Þannig að ég hugsaði um hvað ég væri að hugsa, og það hef ég að mér vitandi aldrei gert áður)
Eins og ég sagði þetta er smá innsýn, en listinn er svona þrefalt lengri, og allt jafn ótrúlegir hlutir. Og nú er ég komin í hring, þar sem ég gafst upp og hætti að reyna að sofna, og sit hér klukkan sjönúllníu að morgni, ósofin og ósyfjuð en örmagna.
Er komin með verki í vöðvana af þreytu...en kannski eru bara of mikil læti hér í íbúðinni. Barinn hættir að spila sirka þrjú,og hendir fyllibyttum út,...og klukkustund síðar rúmri byrjar fyrsti sporvagninn að ganga.
Og já, ég elska sporvagna en að geta ekki sofið fyrir þeim gerði það að verkum að ég fór líka að hugsa um sprengjur og sporvagna sem enduðu í logum og með öllu óstarfhæfir.
En á léttari nótum...ég hef, sökum svefnleysis, klárað að lesa fyrstu bókina mína í fullri lengd á þýsku!!!
Harrí Potter og viskusteinninn á þýsku kláraðist áðan, og Harrí Potter og leyniklefinn á þýsku, here I come. Gríp líka í léttari heimsbókmenntir eins og Tinna og Ástrík svona á milli.
Hehehehehe ég skiiiiiiil.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli