Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Stofnaði enskt blogg. Veit ekki alveg afhverju, en langaði það bara svo ég gerði það. Þar má ég bara skrifa á ensku. Stundum kannski dettur manni bara eitthvað skemmtilegt í hug á ensku, og þá verður það skrifað þar. Annars vakti ég í sólarhring, fór að sofa kl. hálf sex í gærkvöldi, og vaknaði útsofin kl. 4 í nótt. Fór svo, eftir smá kúr, á fætur um fimmleytið og fékk mér morgunmat, skoðaði fréttir, svaraði emailum, og nú er klukkan korter yfir sjö og ég er glaðvöknuð og tilbúin að fara að læra. Mér líður eins og ég sé Doktor Gunni eða einhver annar frægur morgunhani. Ég vona að ég nái að halda þessu, fara að sofa um 9 eða 10 leytið í kvöld, og vakna hress eins og Helga Kress. Fínt að vera á fótum klukkan fimm. Ég sverða, mér líður ekkert smá vel með'etta.
Í dag: Banki, ná í ritgerð, læra Heidegger heima og svo á kaffihúsi, og ef ég verð dugleg ætla ég að verðlauna mig með sundferð seinnipartinn.

Engin ummæli: