Leita í þessu bloggi
fimmtudagur, mars 17, 2005
Berlín tók á móti okkur, klukkan ellefu að kvöldi, með 13 stiga hita. Við vorum fegin, og okkur var svo tjáð að vorið hefði komið með skelli kvöldið áður. Þá gerðum við náttúrulega alvöru vorhreingerningu í dag, og íbúðin hefur aldrei verið svona fín. Ég er ekki sú myndarlegasta þegar kemur að heimilisverkum, en þetta var bara eins og í ajaxauglýsingu. Ég var hvítur stormsveipur, get svo svarið það. Það er líka undarlegt að vakna, og einhvernveginn LANGA til að ryksuga, held bara að það hafi aldrei komið fyrir mig áður. Nú er ég í eftirþrifavímu, og ætla nú að reyna að gera vikuleg þrif til að það safnist aldrei upp. Limewire, besti félagi minn í tölvuforritaformi, stóð sig með glæsibrag og dj-aði bara stuðlög meðan á öllum þrifunum stóð...en nú er hann að spila "The Bewerly Brothers" af Bowie-plötunni Hunky Dory sem ég verð að mæla með fyrir alla. Tónleikar á morgun, best að æfa í kvöld.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli