Leita í þessu bloggi

laugardagur, mars 19, 2005

Vá, fyrstu tónleikar HELLVAR afstaðnir! Fluttum fyrst fjögur kassagítarslög af útkomnum plötum, en undum svo okkar kvæði í kross og HELLVAR frumflutti 6 lög. Fengum alveg glimrandi viðtökur, og boð um nokkra hugsanlega tónleika. Hrikalega gaman að flytja þessi lög, og nú er að semja helst fjögur til viðbótar og þá erum við nær lagi að hafa heilt prógram með HELLVAR-lögum. Næstu tónleikar annan miðvikudag í apríl. Borðuðum linsusúpu á imbiss í Kroizberg, sem Melli hafði kynnt okkur fyrir. Líklega besta súpa sem ég hef borðað á æfinni, og kostaði 2 og hálfa evru...Kuldinn kominn aftur, á að vera 5 stiga frost í kvöld, en svo verður 16 stiga hiti samkv. veðurspá næsta fimmtudag. Spennandi.

Engin ummæli: