Mig langar að vera mótórhjólahippi sem krúsar á chopper. Las
Zen and the Art of Motorcycle Maintenance sem unglingur, og hafði hún mikil áhrif á mig, ásamt myndinni Easy Rider. Hef alltaf haft það á bak við annað eyrað að taka mótorhjólapróf og ganga í Sniglana. Hugsa að ég láti bara verða af því einhverntíma bráðlega. Komið á 3gja ára planið. Nú þekki ég líka fínan kall sem Keli heitir, og hann er Snigill, og ég gæti þá farið út að hjóla með honum. Læt mér duga lúið reiðhjól í Berlín fyrst um sinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli