Leita í þessu bloggi
föstudagur, mars 11, 2005
Reykjavíkin er nú kúl borg, og mikið var gott að keyra niður laugarveginn og fram hjá austurvelli og þvælast svona aðeins um. Samt ótrúlega fyndið þegar ég og Elvar sögðum samhljóma: "Nú, nýtt merki fyrir túristana?" og vorum þá að tala um eitthvað skilti sem er hjá Kaffi París, sem var þar ekki þegar við vorum þarna síðast. Pæliði í því, maður þekkir Reykjavík það vel, að maður tók eftir NÝJU SKILTI. Hillllllarious. En hvað um það, ferðin var í alla staði vel heppnuð, og guð hvað ég er þakklát fyrir að eiga vini. Ég hitti marga, og fékk svona "ég á þá líf eftir allt, því einhverjum finnst ég skemmtileg"-tilfinningu. Við erum líklega bara soldið búin að fyrirgefa Íslandi, og farin að sjá kosti þess, og orðin spennt fyrir að koma heim, ja eða allavega ég. Ég er búin að sjá eitthvað nýtt og læra, og tileinka mér margt útlandinu og það er alveg nauðsynlegt, en er bara, held ég, södd. Eigum tæpa viku eftir á Íslandi og notum hana að sjálfsögðu í almennt knús og kysserí með besta barni í heimi. Svo eru eftir rétt um 4 mánuðir í Þýskalandi, og þá þessum hluta lífsins lokið, og næsti tekur við. Svei mér þá, það verður nú fínt. Ég hlakka samt alveg til að fá smá gott veður í Berlín, ef það kemur þá einhverntíman vor eftir allt saman. Veðrið á Íslandi þúsund sinnum betra í augnablikinu. Sól í hjarta, sól í sinni...sól í sálu minni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli