Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, apríl 20, 2005

fann 10-pfenninga smápening úti á götu í síðustu viku. Djókaði við leigubílstjórann sem var að keyra okkur með hljómsveitargræjur að þetta væri happapeningur og hann myndi færa mér pening. Hann tók ekki illa í það, og sagði það vel geta verið. Allavega sagðist hann sakna þýsku markanna. Svo ég geimd'ann, (pfenninginn, ekki leigubílstjórann). Nú bara vilja allir borga okkur pínu fyrir að spila, og í gær eftir tónleikana kom maður sem er með festival og ætlar að senda okkur meil um það. Held þetta hafi verið happapeningur. Svo hef ég líka heyrt að ef mann dreymi að maður sé með sítt hár þá sé það fyrir peningum. Mig dreymdi að ég væri búin að fá mér svona hárlengingar, og var að sýna Elvari, en þetta var svart og liðað og dáldið gróft, svona eins og hár af strák. Svo fór ég að skoða hárið mitt betur og fattaði þá að þetta var hárið af nýja bassaleikaranum í Metallica, honum Robert Trujillo! Það er mjög sítt og svart og glansandi og smá liðað, en hann er sko eitthvað blandaður suðurameríkani eða eitthvað. Vá! Ég var með hárið hans. Og það fór mér ýkt vel, kallahárið. Hvað þýðir þetta nú!
Anívei, gaman að þessu.

Engin ummæli: