Leita í þessu bloggi
þriðjudagur, apríl 19, 2005
Úff, það er þriðjudagur, og mér líður eins og það sé annar í mánudegi, einhvernveginn. Ábyggilega af því að ég vaknaði 20 sinnum í nótt, út af alls kyns bulli. M.a: brjálaðar löggusírenur úti, læti frá barnum í kjallaranum, klæjaði, fékk killer náladofa í hendina....jú neim itt og það gerðist í nótt. Svo ég er mygluð. En góðu fréttir dagsins: Ég á ofurvítamín sem Tommi frændi mælti með, og sagði að ég finndi mun á mér á 10 dögum. Erum að spila f. Wolfgang Müller í kvöld uppi í kroizberg. Blöndu af frumsömdu og sjóaraslögurum. Æfðum líka Álfadans (Máninn hátt á himni skín), sérstaklega fyrir Wolfgang, því hann er obbsessed af álfum. Var að gefa út bók um samkynhneigða álfa á Íslandi. Held þetta verði bara soldið stuð, en nú er ég farin í þýskukennslu, og svo í tíma um Nietzsche og listina. Ég er alveg fallin fyrir blogginu hennar Tinnu, svo ég linka hér með á'ana.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli