Leita í þessu bloggi

sunnudagur, apríl 17, 2005

Frétti af ofurvítamíni sem ég ætla að kaupa í heilsubúð á morgun. Svo er bara að spýta í lófana og fara í sund annan hvern dag, og ná þessu sleni úr sér. Fékk ábendingu frá Sverri um að borða steik, það sé gott. Held ég reyni það. Fékk ábendingu frá Alberti um að drekka gin og tónik...Veit ekki alveg hvort það virkaði neitt sérstaklega vel. Prófaði það nefnilega í gær. Líður allavega ekkert betur...en heldur ekkert verr svosem. Bara alveg eins. Svona máttlaus. Hvort er betra að vera máttlaus eða vitlaus? Hlakka til að fara í skólann alla dagana í næstu viku. Spilum með miklum Íslandsvini næsta þriðjudagskvöld. Bara nokkur lög á kassagítara. Hann var að gefa út bók um Ísland, og þetta er partý sem bókaforlagið hans heldur. Held það gæti orðið gaman. Samt ekki eins gaman og að syngja í karókí. Gerðum það nefnilega í gær...Það er eitthvað svo undarlegt við að syngja í karókí. Elvar var sérstaklega hrifin af einni söngstúlkunni, sem hélt næstum lagi, en lifði sig svo inní það sem hún söng að það varð alveg undurfallegt og ógleymanlegt. Já, það er ævintýralegt og stundum jafnvel óraunverulegt að syngja í karókí. Það er allavega ekkert líkt því að syngja á tónleikum. Ótrúlega merkilegt.

Engin ummæli: